Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem stigunum rigndi inn á Selfossi. FSu tók á móti Snæfell í Iðu þar sem lokatölur voru 115-133 Snæfell í vil! Þá átti Grindavík ekki í teljandi vandræðum með Blika.
Úrslit kvöldsins:
FSu 115-133 Snæfell
Grindavík 94-68 Breiðablik
Richard Williams fór mikinn í liði FSu í kvöld með 40 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Í liði Snæfells var Sean Burton atkvæðamestur með 25 stig en fjórir leikmenn Snæfells gerðu 22 stig eða meira í kvöld og sex leikmenn voru með 15 stig eða meira.
Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í Röstinni í kvöld með 21 stig í sigurliði Grindavíkur en Jeremy Caldwell var einnig með 21 stig fyrir Blikana.



