Körfuboltaskóli Þórs verður haldinn laugardaginn 20. febrúar í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Körfuboltaskólinn er ætlaður krökkum 12 ára og yngri. Skólinn verður um 3 klukkustundir að lengd með tveimur hléum, þar sem boðið verður uppá hressingu. Skólinn er frá kl. 10:00 – 13:00.
Það verða engir aukvissar sem mæta á svæðið til þess að leiðbeina krökkunum og nægir þar að nefna einn af sigursælustu þjálfurum landsins Sigurð Ingimundarson þjálfara úrvalsdeildarlið Njarðvíkur og A- landsliðsþjálfari karla. Einnig mætir á staðinn fyrrum stórstjarna Þórs Cedric Isom sem leikur nú með Tindastól í Iceland Express deild karla.
Frítt er í körfuboltaskólann.



