spot_img
HomeFréttirLakers og Celtics unnu í nótt - NJ Nets með fimmta sigur...

Lakers og Celtics unnu í nótt – NJ Nets með fimmta sigur vetrarins

LA Lakers unnu sinn fjórða sigur í röð án Kobe Bryant þegar þeir lögðu Golden State Warriors í nótt. Shannon Brown átti góðan leik þar sem hann skoraði 27 stig og tók 10 fráköst, Andrew Bynum var með 21 og Lamar Odom var með 18 fráköst.
 
Boston vann Sacramento á útivelli, en þeir grænu höfðu verið í lægð fyrir Stjörnuhelgina og tapað fimm af átta síðustu leikjum. Sigurinn stóð þó tæpt þar sem Paul Pierce kláraði dæmið af vítalínunni á lokasekúndum leiksins.
 
Þá unnu NJ Nets loks sigur eftir átta leikja taphrinu. Þeir lögðu Charlotte Bobcats í annað skiptið í vetur og hafa nú unnið fimm leiki gegn 48 töpum og eygja enn tækifæri á því að komast upp fyrir versta árangur í sögu deildarinnar, 9-73, en þann vafasama heiður eiga Philadelphia 76ers frá árinu 1972-73.
 
Flestir leikmenn voru heilir hjá Nets, þar á meðal leikstjórnandinn Devin Harris sem skoraði 17 stig fyrir Nets.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
 
Philadelphia 78 Miami 105
Charlotte 94 New Jersey 103
Detroit 108 Minnesota 85
Oklahoma City 99 Dallas 86
Memphis 95 Phoenix 109
Chicago 118 New York 85
Houston 95 Utah 104
Sacramento 92 Boston 95
Portland 109 LA Clippers 87
LA Lakers 104 Golden State 94

Mynd: Shannon Brown var að finna sig í fjarveru Kobe Bryants

Fréttir
- Auglýsing -