Bikarúrslit yngri flokka verða helgina 27. og 28. febrúar. Nú eru síðustu undanúrslitaleikirnir að klárast og því að verða ljóst hvaða lið mæstast í úrslitum. Í mótakerfi KKÍ er hægt að skoða úrslit úr hverjum flokki fyrir sig.
Hér fyrir neðan eru leiktímar í úrslitunum sem verða að þessu sinni í íþróttahúsi Njarðvíkur.
Laugardagur:
10:00 9.fl kvenna
12:00 10.fl karla
14:00 Stúlknaflokkur
16:00 Drengjaflokkur
Sunnudagur:
10:00 9.fl karla
12:00 10.fl kvenna
14:00 11.fl karla
16:00 U.fl kvenna
18:00 U.fl karla



