spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Ármannssigur í Höllinni

Myndasafn: Ármannssigur í Höllinni

 
Tomasz Kolodziejski tók forskotið á sæluna í gærkvöldi er hann mætti í Laugardalshöll og smellti af flottum myndum í viðureign Ármanns og Hrunamanna í 1. deild karla. Tomasz var að stilla græjurnar og gera sig kláran fyrir Subwaybikarúrslitin næsta laugardag.
Ármenningar höfðu 84-71 sigur í leiknum þar sem Helgi Hrafn Þorláksson var stigahæstur í liði Ármanns með 23 stig en Máté Dalamy gerði 22 stig í liði Hrunamanna.
 
Sem fyrr eru Hrunamenn enn á botni deildarinnar án stiga en Ármenningar fengu mikilvæg stig í fallbaráttunni og hafa nú 10 stig í 8. sæti deildarinnar, 2 stigum meira en nýliðar ÍA sem eru í fallsæti með 8 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -