Umboðsmaðurinn Sigurður Hjörleifsson er nýkominn heim frá Svíþjóð þar sem hann las yfir nýja samninginn hjá syni sínum Jakobi Erni sem leikur með Sundsvall Dragons. Sigurður vílaði þess vegna ekki fyrir sér að rýna lítið eitt í bikarúrslitaleik Snæfells og Grindavíkur í karlaflokki sem fram fer í Laugardalshöll á morgun.
Hvernig leggst bikarúrslitaleikur Snæfells og Grindavíkur í þig?
Verður taumlaus skemmtun í fullri Laugardalshöll.
Hvað mun skipta mestu máli í þessum leik?
Vörnin og fráköstin skipta höfuðmáli. Fleiri sóknarvopn Snæfells eiga líka eftir að vega þungt.
Hvaða leikmenn gerir þú ráð fyrir að láti mikið á sér bera í leiknum?
Hjá Grindavík Darrell Flake, og Ólafssynir. Snæfell, Hlynur frákasta guru, Jón Ólafur & Siggi Þ.
Hvernig munu Friðrik og Ingi Þór leggja upp leiki sinna liða?
Friðrik reynir væntanlega að ná upp góðum hraða og að koma Paxel í stuð. Ingi Þór að koma boltanum mikið í teiginn í byrjun til að losa um skytturnar í liðinu
Hvernig fer þetta svo?
Framlenging þar sem annað liðið vinnur.
Bikarspá 2010: Einar Árni Jóhannsson
Bikarspá 2010: Helena Sverrisdóttir
Ljósmynd/ kr.is – Sigurður þjálfar annað slagið yngri flokka og hér er hann ásamt efnilegum KR-ingum.



