Nýliðar Skagamanna tóku á móti Valsmönnum gærkvöldi en leikurinn var liður í 15.umferð 1. deildar. Fyrir leikinn höfðu Valsmenn 20 stig í 3. sæti en ÍA 8. stig í 9. sæti. Það var því ekki búist við spennuleik en það var nú örðu nær.
Heimamenn tóku völdin strax í byrjun fyrsta leikhluta og voru að berjast allir sem einn. Það kom greinilega Valsliðinu í opna skjöldu sterkur varnarleikur heimamanna. Tölur í þessum hluta voru 9-2, 15-9 og 20-14 svo þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 23-15 fyrir nýliðanna.
Liðin skiptast á körfum í upphafi annans leikhluta. Svo þegar staðan er 29-20 fyrir ÍA taka þeir góðan sprett og breyta stöðunni í 40-25. Valsliðið náði aðeins að klóra í bakkann fyrir hlé og Skagaliðið leiddu með 11 stigum í hálfleik 47-36.
Valsmenn komu ákveðnir inn í þriðja leikhluta og voru að spila betur en í fyrri hálfleik, þeir náðu að minka muninn niðri í fimm stig einu sinni. Skagaliðið hélt áfram að berjast og voru margir að spila vel hjá þeim. Heimamenn leiddu áfram eftir þriðja hluta og staðan 68-61.
ÍA náði að halda Valsmönnum í hæfilegri fjarlægð í fjórða leikhluta og þegar fimm mínútur er eftir er staðan 78-65. Svo þegar rúmar fjórar mínútur eru eftir og staðan 80-70 fær Dagur Þórisson sína fimmtu villu hjá ÍA og í kjölfarið fékk hann tæknivillu, þetta var dýrt fyrir Skagaliðið því Dagur var búin að eiga mjög góðan leik. . Björgvin Rúnar Valentínusson skoraði úr báðum vítunum sem þeir fengu útaf tæknivillu ÍA-liðsins. Skagamenn missa boltann í næstu sókn og Valsmenn skora og koma muninum niðr í 80-74 og ennþá þrjár mínútur eftir. Tölurnar sem sáust eftir þetta voru 82-76, 85-78 og 87-81 þá er ein mínúta og sjö sekúndur eftir. Þegar 58 sekúndur eru eftir fær Áskell Jónsson leikmaður ÍA dæmta á sig óíþróttmannslega villu og Björgvin Rúnar Valentínusson skoraði úr báðum vítunum og uppúr einnkastinu sem Valsmenn fengu skorar Byron Davis tveggja stiga körfu og munurinn aðeins tvo stig 87-85. Heimamenn halda í sókn og þegar 34 sekúndur eru eftir fá þei dæmt á sig skref. Björgvin Rúnar Valentínusson jafnar svo þegar 13 sekúndur eru eftir og staðan 87-87. Halldór Gunnar Jónsson tók síðasta skotið fyrir heimmenn en skotið geigaði og leiktíminn rann út og því þurfti að framlengja.
Valsmenn skora fyrstu fimm stigin í framlengingunni og staðan 87-92. Halldór Gunnar Jónsson minnkaði muninn í 90-92 með þriggja stiga körfu. Þegar rúm mínúta er eftir leiða Valsmenn 91-97 og virtust vera að landa þessu. Þá skorar Trausti Freyr Jónsson og staðan 93-97. Halldór Gunnar Jónsson setti niður tvö víti þegar fjörtíu sekúndur eru eftir og staðan 95-97. Björgvin Rúnar Valentínusson klikkaði á næstu sókn fyrir Valsmenn og gestirnir brjóta á Halldóri Gunnari sem setti niður bæði vítin og staðan jöfn 97-97. Því þurfti að framlengja í annað sinn.
Skagaliðið náði 4 stiga forskoti í byrjun seinni framlengingar og leiddu 103-99 en þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra og lönduðu 106-114 sigri eftir mikinn spennuleik þar sem botnlið ÍA lét heldur betur finna fyrir sér eftir slæma útreið í síðustu umferð, þeir geta nagað sig í handabökin fyrir að kasta þessu frá sér í venjulegum leiktíma.
Stigahæstir hjá ÍA Dagur Þórisson með 21 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Hörður Nikulásson setti 20 stig. Áskell Jónsson var með 20 stig og 5 stoðsendingar. Trausti Freyr Jónsson var með 16 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Halldór Gunnar Jónsson setti 13 stig og 4 stoðsendingar og Sigurður Rúnar Sigurðsson var með 12 stig.
Hjá Val átti Björgvin Rúnar Valentínusson stórleik með 32 stig og 11 fráköst. Byron Davis gældi við þreföldu tvennuna var með 28 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Hörður Helgi Hreiðarsson setti 23 stig og var með 7 fráköst.
Umfjöllun: Kolbrún Íris



