Bikarúrslitaleikurinn í spænska Konungsbikarnum fór fram um helgina þar sem Barcelona skellti Real Madrid 80-61. Fran Vázquez var atkvæðamestur í liði Barcelona með 14 stig en Ricky Rubio kom honum næstur með 13. Hjá Real Madrid voru Darjus Lavrinovic og Novica Velickovic báðir með 11 stig.
Yfirburðir Börsunga voru töluverðir í leiknum og mun sigurinn líkast til svíða nokkuð lengi í sárum Madrídinga.
Ljósmynd/ Ricky Rubio og félagar í Barcelona áttu ekki í vandræðum með Real Madrid í spænska konungsbikarnum um helgina.



