spot_img
HomeFréttirJarvis í ÍR

Jarvis í ÍR

ÍR ingar hafa fundið arftaka Michael Jefferson sem þeir sendu heim á dögunum, sá heitir Robert Jarvis og lék í Póllandi það sem af er vetri.

 
Kappinn er 180cm á hæð og leikur stöðu leikstjórnanda, hann lék með Oral Roberts háskólanum í NCAA I deildinni þar sem hann var með 17,2 stig að meðtali í leik á lokaári sínu og með 34% þriggja stiga nýtingu, hitti úr 84 af 251. Á Facebook má finna hóp til heiðurs Jarvis sem heitir Robert Jarvis …. 3‘s from half, svo reikna má með að hann hitti eitthvað utan við þriggja stiga línuna.

Síðastliðið vor samdi hann svo við pólska liðið Sportino sem leikur í efstu deild í Póllandi.

Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR inga sagði aðspurður um vonir og væntingar með nýja manninn að þær væru alltaf þær sömu. Að nýji maðurinn styrki liðið og geri það betra. Jafnframt sagði Gunnar: „það eru skemmtilegir leikir framundan og ég vona að Robert smelli inn í þetta hjá okkur á skömmum tíma. Þá á ég von á leikmenn sem hafa verið í meiðslum, Eiríkur, Kristinn og Hreggviður verði klárir í næsta leik og við náum að mynda sterka heild.“

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -