Um síðustu helgi eða á sjálfan bikarúrslitadaginn var blásið til fundar til þess að kanna hug körfuknattleiksþjálfara á Íslandi á því að endurvekja Körfuknattleiksþjálfarafélag Íslands. Fundinum stjórnaði Snorri Örn Arnaldsson formaður fræðslunefndar KKÍ og yfirþjálfari yngri flokka hjá KKD Stjörnunnar í Garðabæ.
Um tuttugu manns mættu á endurvakninguna
Um tuttugu manns komu á fundinn og fyrstur í pontu var Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ sem lýsti ánægju sinni með viðleitnina við að reyna að endurvekja félagið. Næstur á svið var Úlfar Hinriksson frá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands, en hann kynnti hvernig hlutum væri háttað hjá sínu félagi og kom margt athyglisvert fram í máli hans.
Meðal þjálfara á fundinum voru Ágúst Sigurður Björgvinsson, Hamar, Sævaldur Bjarnason, Breiðablik og Yngvi Gunnlaugsson, Valur og margir fleiri, en niðurstaða fundarins varð sú að starfshópur á vegum fræðslunefndar KKÍ skyldi leggja drög að reglum og starfsemi félagsins og á næstu vikum blása til aðalfundar í maí. Körfuknattleiksþjálfarar á Íslandi geta því átt von á næstunni að félag um þeirra starf verði stofnað með virktum.



