spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar í ísbað

Keflvíkingar í ísbað

Fyrr í vikunni var tekin sú ákvörðun hjá meistaraflokks leikmönnum karla í Keflavík að koma fyrir kari í íþróttahúsinu í Keflavík og að leikmenn myndu skella sér í ísbað. Eftir veðráttuna í dag munu Keflvíkingar kannski hugsa sig um og breyta þessu í heitan pott. 
 "Það var reyndar Jonni (Jón Norðdal) sem stakk uppá þessu og ég sagði honum bara að drífa í þessu og setja þetta endilega upp. Þetta herðir þessa pilta sem eru nú nokkuð harðir fyrir." sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflvíkinga um uppátækið og ekki laust við að leikmenn muni nú kalla hann Guðjón Þórðarson í framhaldi af þessu. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -