Þrír leikir eru á dagskránni í Iceland Express deild karla í kvöld og þá eru fleiri leikir í neðri deildum. Í Iceland Express deildinni hefjast allir leikirnir kl. 19:15 Í Kópavogi mætast grænu liðin Breiðablik og Njarðvík þar sem Blikar freista þess að hífa sig upp af botni deildarinnar en þeir eru í bullandi fallbaráttu um þessar mundir.
Leikir kvöldsins í IEX karla (19:15):
Breiðablik-Njarðvík
Keflavík-Tindastóll
Hamar-KR
Blikar eru með 8 stig í 11. sæti deildarinnar en Njarðvíkingar hafa 24 stig í 6. sæti. Keflavík fær Tindastól í heimsókn í Toyotahöllina en Keflavík hefur 26 stig í 2. sæti deildarinnar á meðan Stólarnir hafa 10 stig í 10. sæti. Þá mætast Hamar og KR þar sem Hamarsmenn freista þess að hefna fyrir nauma tapið í DHL-Höllinni fyrr á þessari leiktíð. KR-ingar munu skarta nýjum leikmanni en Íslandsmeistararnir sitja á toppnum með 28 stig.
Þá eru tveir leikir í 1. deild karla þar sem Skallagrímur tekur á móti Hetti í Borgarnesi kl. 18:30 og Valur tekur á móti Þór Þorlákshöfn í toppslag kl. 20:00 í Vodafonehöllinni.
Þrír leikir fara svo fram í 2. deild karla en þeir eru:
Kl. 19:00 Reynir Sandgerði – Kkf. Þórir
Kl. 20:00 Árborg – Laugdælir
Kl. 20:30 Reykdælir – ÍG



