spot_img
HomeFréttirBikarúrslit yngri flokka: Dagur 2 að hefjast

Bikarúrslit yngri flokka: Dagur 2 að hefjast

 
Annar keppnisdagur á bikarúrslitahelgi yngri flokka fer senn að hefjast með viðureign KR og sameinaðs liðs Hamars/Þórs. Fjórir leikir fóru fram í gærkvöldi þar sem Keflavík, Njarðvík, Haukar og Snæfell/Skallagrímur tryggðu sér bikarmeistaratitla.
Fimm leikir eru á dagskránni í dag og eru eftirfarandi:
 
Sunnudagur 28. febrúar
Kl. 10.00 KR-Þór/Hamar 9. kk.
Kl. 12.00 Keflavík-Haukar 10. kvk.
Kl. 14.00 KR-Njarðvík 11. kk
Kl. 16.00 Haukar-Grindavík Ung.fl. kvk.
Kl. 18.00 Þór/Hamar-Njarðvík Ung.fl. kk.
 
Athugið: Einhver bilun er í beina tölfræðibúnaðinum hjá KKÍ og skv. upplýsingum Karfan.is er sú bilun hjá umsjónaraðila erlendis en unnið er að því að koma tölfræðinni í gagni sem fyrst.
Fréttir
- Auglýsing -