spot_img
HomeFréttirNets lögðu Celtics

Nets lögðu Celtics

New Jersey Nets unnu afar óvæntan sigur á stórliði Boston Celtics í nótt, en þetta var aðeins sjötti sigur liðsins í 53 leikjum, en Boston hefur verið höktandi að undanförnu, sérstaklega í vörninni, sem var áður þeirra styrkleiki. Boston byrjaði mun betur og komst í 12-2, en Nets, undir forystu Devin Harris og Brook Lopez, tóku frumkvæðið undir lok fyrsta leikhluta og leiddu eftir það.
 
Í öðrum leikjum næturinnar unnu Milwaukee Bucks sinn fimmta sigur í röð, nú gegn vængbrotnu liði Miami, og Utah Jazz vann Houston Rockets þrátt fyrir stórleik Kevins Martin sem skoraði 32 stig fyrir Rockets, en Deron Williams var með 35 og 13 stoðsendingar fyrir Jazz.
 
Indiana vann Chicago, Memphis vann NY Knicks Portland vann Minnesota og Golden State vann Detroit.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video:
 
Boston 96 New Jersey 104
Miami 71 Milwaukee 94
Indiana 100 Chicago 90
New York 109 Memphis 120
Minnesota 91 Portland 110
Utah 133 Houston 110
Golden State 95 Detroit 88

Mynd/AP – Rajon Rondo var ekki ánægður með gang mála
Fréttir
- Auglýsing -