ÍR spilaði fast og uppskáru villur í byrjun annars hluta á meðan Snæfell lagaði stöðuna betur og var að detta í léttari spilamennsku sem kom þeim í 31-24. ÍR komu til baka með látum og spiluðu góða vörn og staðan varð 36-34 og Snæfell tók leikhlé þar sem margt þurfti að leysa. Sean Burton var að berjast grimmt í vörn og sókninni sérstaklega en hann stjórnaði sínum mönnum í næsta 12-2 áhlaupi og ÍR tók þá leikhlé í stöðunni 48-36. ÍR klóraði í bakkann og staðann var 48-42 í hálfleik.
Hjá Snæfelli var Sigurður Þorvalds atkvæðamestur með 16 stig og 9 fráköst. Sean Burton var kominn með 10 stig og Jón Ólafur 7 stig. Í liði ÍR var jafnara skor milli leikmanna og var Nemanja Sovic kominn með 9 stig. Eiríkur Önundar og Steinar Arason 8 stig hvor. Kristinn Jónasson 7 stig og 5 fráköst. Robert Jarvis var kominn með 6 stig og 7 stoðsendingar.
Snæfellingar fóru í þungar sóknir í byrjun þriðja hluta og ekkert féll með þeim. Robert Jarvis hjá ÍR nýtti sér það og setti tvo góða þrista í röð en þeir máttu nú fara að detta hjá honum eftir einhverjar tilraunir og staðan varð 52-48. Mikil röð mistaka og pirrings gætti í liði Snæfells og kom það verulega niður á leik þeirra. Nemanja Sovic minnkaði svo muninn fyrir ÍR í eitt stig 54-53 og kom þeim svo yfir 56-57. Sean Burton setti loksins sína fyrstu þriggja stiga körfu eftir allmargar tilraunir eða 8 alls og Snæfell skreið hægt og bítandi með gríðalegri seiglu og stífri vörn fram úr og Pálmi Freyr setti síðustu þrjú stig Snæfells í þriðja hluta og setti sinn stimpil á meðbyr heimamanna og staðan 69-57.
Snæfell hélt uppteknum hætti í byrjun fjórða hluta og voru ÍR meira í að brjóta sem gaf þeim lítið. Steinar Ara og Robert Jarvis minnkuðu eilítið muninn niður í 12 stig með sinn hvorn þristinn sem dugði skammt þegar Snæfell renndi sér í áhlaupin sem gaf þeim stöðuna 86-68. ÍR var þó með baráttuna í lagi og fyrrnefndur Jarvis var þeirra maður þegar þeir löguðu stöðuna 88-77 og svo 88-81 en hann kom illa niður eftir gott skot sitt þar og fór haltrandi útaf. Þegar mínúta var eftir var staðan 92-83. Snæfellingar átti ekki auðvelt kvöld og var spilamennska ÍR nokkuð hress á köflum og voru þeir oft að koma til baka en spiluðu einkar fast varnarlega. Snæfell hafði þó sigur að lokum 96-86 með harðfylgi.
Hjá Snæfelli var Sigurður öflugastu með 25 stig og 18 fráköst og Sean kom næstur á eftir með 23 stig. Jón Ólafur setti 13 stig og tók 6 fráköst. Martins Berkis setti 11 stig ásamt Pálma Frey en tók 9 fráköst að auki. Hjá ÍR var Robert Jarvis með 24 stig og 7 stoðsendingar. Eiríkur og Nemanja Sovic með 16 stig hvor og Sovic 12 fráköstum betur. Steinar Arason 14 stig.
Snæfell sem saknaði frákstarans Hlyns Bærings voru eilítið ráðavilltir á köflum en tóku þó fleiri fráköst eða 55 vs 39 hjá ÍR. Ingi Þór var að vonum ánægður eftir leikinn og sagðist gríðalega ánægur með að landa mikilvægum stigum miðað við álag á leikmönnum undanfarið. Góður sigur í höfn þó spilalega mátti hann vera betri og Snæfell langt frá að eiga auðveldann leik og spurninig hvort ÍR séu að hressast fyrir lokasprettinn en þeir eru í baráttu um sæti í úrslitakeppni og fallbaráttu einnig.
Símon B. Hjaltalín
Mynd: [email protected]



