Jón Arnór Stefánsson var í stuði er hann gerði 19 stig fyrir spænska úrvalsdeildarliðið CB Granada í 86-76 sigri gegn DKV Joventut um helgina.
Jón var ekki í byrjunarliðinu en var næststigahæstur hjá Granada eftir Richard Hendrix sem gerði 20 stig. Jón var einnig með 1 stoðsendingu og eitt frákast í leiknum. Nú þegar 23 leikjum er lokið í úrvalsdeildinni á Spáni er CB Granada í 12. sæti deildarinnar með 10 sigra og 13 tapleiki.



