spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: 1. deildin og yngri flokkar

Leikir dagsins: 1. deildin og yngri flokkar

 
Einn leikur fer fram í 1. deild karla í kvöld þegar Ármann tekur á móti Val í Laugardalshöll. Leikurinn hefst kl. 19:45 í Höllinni. Ármann hefur 10 stig í 8. sæti deildarinnar en Valsmenn munu taka þátt í úrslitakeppni 1. deildar þetta árið og hafa 22 stig í 3. sæti deildarinnar og geta með sigri í kvöld jafnað Hauka að stigum í 2. sætinu.
Fjölnir tekur svo á móti FSu í drengjaflokki kl. 19:40 í Dalhúsum og kl. 19:45 mætast Laugdælir og ÍR í unglingaflokki karla á Laugarvatni. Í drengjaflokki hefur leik Snæfells/Skallagríms og Grindavík verið frestað þar sem Grindavík gaf leikinn.
 
Ljósmynd/ Bikarmeistarar Snæfells/Skallagríms þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum gegn Grindavík þar sem þeir voru rétt í þessu að gefa leikinn.
 
Fréttir
- Auglýsing -