spot_img
HomeFréttirÁrmenningar öruggir í 1. deild

Ármenningar öruggir í 1. deild

Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld, Ármann sigraði Val 93-89 og þar með eru Ármenningar öruggir um að falla ekki úr deildinni. Valsmenn hefðu hins vegar þurft á sigri að halda í baráttunni um heimavallarréttinn í úrslitakeppninni.

 
Þorsteinn Húnfjörð var stigahæstur Ármenninga með 22 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst. Næstur honum kom Daði Berg Grétarsson með 16 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Byron Davis skoraði 24 stig fyrir Val en Hörður Helgi Hreiðarsson skoraði 14 og tók 11 fráköst.

[email protected]

Mynd: www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -