spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Skallagrím á vatninu

Öruggt hjá Skallagrím á vatninu

 
Skallagrímur er kominn upp í 2. sætið í 1. deild kvenna eftir öruggan 46-65 sigur á Laugdælum þann 1. mars síðastliðinn. Ekki munaði nema fimm stigum á liðunum í hálfleik en Skallagrímur seig framúr í þeim seinni.
Skallagrímsstúlkur voru mun ákveðnari í vörninni sem skóp þeim þennan sigur. Leikurinn var þó jafn framan af en Laugdælir komust aldrei yfir í leiknum. Í þriðja leikhluta bættu Skallagrímurnar varnarleikinn undir áhrifaríkum tilburðum þjálfarans á hliðarlínunni. Við þetta urðu sóknaraðgerðir dælanna fálmkenndar og þær misstu tökin á leiknum. Fjórði leikhlutinn var síðan aftur nokkuð jafn en munurinn þá orðinn of mikill. Atkvæðamestar í leiknum voru Íris Gunnarsdóttir sem stjórnaði leik Skallagríms og Salbjörg Sævarsdóttir sem var allt í öllu hjá Laugdælum en lokatölur 46-65 eins og áður greinir.
 
 
Texti og myndir: Kári Jónsson
Fréttir
- Auglýsing -