Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld þar sem Ármann lagði Val 93-89 á þjóðarleikvanginum í Laugardalshöll. Þorsteinn Húnfjörð var atkvæðamestur í liði Ármanns með 22 stig og 8 fráköst en hjá Val var Byron Davis með 24 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
Með sigrinum tókst Ármanni að tryggja sæti sitt í 1. deild og nú hefur liðið 14 stig í 6. sæti deildarinnar en Valsmenn eru áfram með 22 stig í 3. sætinu en sigur í kvöld hjá Val hefði þýtt að þeir hefðu jafnað Hauka að stigum í 2. sæti deildarinnar.



