spot_img
HomeFréttir123 stiga sigur í efstu deild

123 stiga sigur í efstu deild

Sá ótrúlegi atburður átti sér stað í efstu deild karla á Ítalíu um helgina að leikur endaði með 123 stiga mun, Pepsi Caserta sigraði Martos Napoli 181-58.

 

Casertamenn eru í öðru sæti deildarinnar en Napoli á botninum án sigurs og eru raunar í mínus þar sem dæmd hafa verið af þeim stig. Ebi Ere var stigahæstur Caserta með 45 stig en hann hitti úr 21 af 23 tveggja stiga skotum sínum og liði í heild hitti úr 71 af 87 tveggja stiga skotum. Þá er athyglisvert að skoða stolna bolta, Caserta stal 44 boltum en Napoli 7.
 
Þessi leikur var áttundi leikur Napli frá áramótum og hafa þeir tapað minnst með 62 stiga mun, 70, 101, 62, 91, 94, 102 og 71 er munurinn í leikjum þeirra frá áramótum.

Tölur sem þessar eru hreint ótrúlegar í svo sterkri deild sem ítalska deildin er. Stærsti sigur sem unnist hefur í efstu deild á Íslandi var 1958 þegar ÍKF sigraði KFR b 106-22 eða með 84 stiga mun. Næst stærsti sigurinn er einungis 10 ára gamall, Keflavík lagði ÍA á Akranesi með 80 stiga mun 143-63.

Stærsti sigur sem unnist hefur í efstu deild kvenna var í janúar 1994 þegar Keflavík tók á móti ÍR og vann 185-30 – 155 stiga munur.

[email protected]

Mynd: www.juvecaserta.tv – Ere Ebi

Fréttir
- Auglýsing -