spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Veisla í boði í kvöld

Leikir dagsins: Veisla í boði í kvöld

 
Það vantar ekki körfuboltaleikina í kvöld og af nægu að taka. Nítjándu umferðinni lýkur í Iceland Express deild karla og úrslitakeppnin í Iceland Express deild kvenna rúllar af stað. Þá er fjöldi leikja í 1. deild karla þar sem línur eru að skýrast í því hvernig úrslitakeppnin á þeim bænum muni raðast.
Keflavík og Snæfell leika sinn fyrsta leik í úrslitakeppni kvenna en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í undanúrslitin. Keflavík lauk keppni í 3. sæti A-riðils en Snæfell náði 2. sætinu í B-riðli. Reynsla liðanna er æði ólík í úrslitakeppninni þar sem Keflvíkingar hafa þá ófáa Íslandsmeistaratitlana á bakinu á meðan Hólmarar eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs félagsins.
 
Tveir leikir eru á dagskránni í Iceland Express deild karla og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Í Njarðvík taka heimamenn á móti Stjörnunni en Garðbæingar höfðu betur þegar liðin mættust í Ásgarði fyrr á leiktíðinni. Í Seljaskóla mætast svo ÍR og FSu en vötning geta runnið í nokkrar áttir hjá ÍR sem nú sitja í 10. sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins og missa af úrslitakeppninni ef lokastaðan verður eins og nú.
 
Þá eru fjórir leikir á dagskránni í 1. deild karla en þeir hefjast einnig allir kl. 19:15 og eru eftirfarandi:
Hrunamenn-Skallagrímur
Þór Akureyri-Haukar
Þór Þorlákshöfn-KFÍ
ÍA-Höttur
 
Fréttir
- Auglýsing -