Örvar Kristjánsson verður veislustjóri á Lokahófi KKÍ en fyrir þá sem ekki þekkja kappann þá er hann fyrrverandi leikmaður Njarðvikur og núverandi unglingaþjálfari félagsins. www.kki.is greinir frá.
Örvar hefur verið einkar vinsæll sem veislustjóri í brúðkaupum, árshátíðum, þorrablótum sem og ýmsum öðrum veislum og uppákomum.
Þeir sem ekki þekkja Örvar í dag verða alveg með það á hreinu hver hann er eftir Lokahófið. Kappinn lofar skemmtilegu kvöldi.



