Leik Þórs Þ. og KFÍ sem átti að fara fram í kvöld í Þorlákshöfn hefur verið frestað en ekkert flugveður hefur verið í dag frá Ísafirði. Nýr leiktími er á sunnudagskvöld kl. 19:15.
KFÍ er í efsta sæti 1. deildar og búnir að tryggja sér sæti í efstu deild en Þórsarar eru í mikilli baráttu við Val og Hauka um heimavallarréttindin í úrslitakeppni 1. deildar.
Mynd: Baldur og félagar þurfa að bíða til sunnudagsins til að kljást við Ísfirðinga – Hjalti Vignisson



