spot_img
HomeFréttirHelena leikmaður ársins í Mountain West deildinni

Helena leikmaður ársins í Mountain West deildinni

 
Helena Sverrisdóttir hefur verið útnefnd besti leikmaður ársins í Mountain West deildinni og þá hefur þjálfari hennar hjá TCU, Jeff Mittie, einnig verið útnefndur þjálfari ársins í deildinni. Enn ein rósin því komin í myndarlegt hnappagat Helenu sem hefur strax frá fyrsta degi með TCU vakið verðskuldaða athygli vestra.
Helena er aðeins þriðji leikmaðurinn frá TCU sem útnefndur er besti leikmaður ársins í Mountain West deildinni en á undan henni urðu þær Sandora Irvin 2004-2005 og Adrianne Ross 2006-2007 fyrir valinu.
 
Þá var þetta í fyrsta sinn sem TCU skólinn á tvo leikmenn í úrvalsliði deildarinnar en það eru Helena og Emily Carter. Helena var með 13,6 stig, 6,6 fráköst, 5,3 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta að meðaltali í leik í deildarkeppninni í Mountain West deildinni.
 
TCU fer beint inn í undanúrslit deildarinnar og leika á föstudag en það á enn eftir að koma í ljós gegn hverjum það verður.
 
Fréttir
- Auglýsing -