spot_img
HomeFréttirJakob og Helgi á ferðinni í kvöld

Jakob og Helgi á ferðinni í kvöld

 
Heil umferð fer fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem landsliðsmennirnir Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Magnússon verða í hamagangnum með sínum félögum. Helgi og Solnamenn eiga stórleik í vændum þar sem Plannja kemur í heimsókn í Solnahallen.
Plannja er í 2. sæti deildarinnar með 56 stig en Solna hefur 46 stig í 4. sæti deildarinnar. Þá eru Jakob Örn og félagar í Sundsvall í 3. sæti deildarinnar með 54 stig og heimsækja þeir botnlið Jamtland í kvöld. Eflaust myndu liðsmenn Sundsvall ekki slá hendinni á móti því ef Helgi og félagar í Solna myndu rífa 2 stig af Plannja í kvöld því ef það gerist og Sundsvall leggur Jamtland verða Sundsvall og Plannja jöfn að stigum.
 
Norrköping trónir svo á toppi deildarinnar með 64 stig en þeir mæta Boras á útivelli í kvöld en Boras er í 8. sæti deildarinnar.
 
Hægt er að fylgjast með leikjum í sænsku úrvalsdeildinni í beinni tölfræðilýsingu á heimasíðu sænska körfuknattleikssambandsins.
 
Fréttir
- Auglýsing -