spot_img
HomeFréttirFSu sendir kanann heim

FSu sendir kanann heim

FSu menn sem eiga ekki lengur möguleika á að bjarga sér frá falli úr Iceland Express deild karla hafa sent bandaríska leikmanninn Richard Williams heim. Þetta staðfesti Rob Newson þjálfari liðsins við karfan.is nú fyrir stundu.
Williams mun því ekki leika þrjá síðustu leiki liðsins á tímabilinu en hann skoraði 27,3 stig í leik og tók 8,1 frákast í þeim 8 leikjum sem hann lék fyrir FSu.
 
Rob sagði einnig í samtali við karfan.is að fleiri leikmenn væru ekki að fara áður en tímabilinu lýkur.
 
 
Mynd: Tomasz Kolodziejski
 
Fréttir
- Auglýsing -