spot_img
HomeFréttirÞrettándi sigur Dallas í röð - Stórt tap Celtics á heimavelli

Þrettándi sigur Dallas í röð – Stórt tap Celtics á heimavelli

Ekkert lát er á velgengni Dallas Mavericks sem unnu í nótt sinn þrettánda sigur í röð þegar þeir lögðu botnlið NJ Nets, 96-87. Allt hefur gengið Texasbúunum í hag frá því að þeir fengu Caron Butler og Brendan Haywood til liðs við sig í skiptaglugganum og nú eru þeir farnir að anda ofan í hálsmál meistara LA Lakers á toppi Vesturdeildarinnar.
 
Þá eru Utah Jazz einnig í mikilli uppsveiflu og unnu í nótt sinn tíunda sigur í röð, nú gegn Detroit Pistons, 104-115.
 
Annars áttu flest stærri liðin góðu gengi að fagna í nótt fyrir utan Boston Celtics sem lutu í parketið fyrir Memphis Grizzlies, 91-111. Þetta er einn versti sigur þeirra á heimavelli í langan tíma, en þeir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu tíu. Þeir  eru níu leikjum á eftir Cleveland Cavaliers í toppsæti Austurdeildarinnar og fimm á eftir Orlando Magic sem eru í öðru sæti.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video
 
Philadelphia 87 Charlotte 102
Miami 108 LA Clippers 97
Detroit 104 Utah 115
Boston 91 Memphis 111
Minnesota 102 Denver 110
Oklahoma City 98 New Orleans 83
Dallas 96 New Jersey 87
San Antonio 97 New York 87
Sacramento 113 Toronto 90
Fréttir
- Auglýsing -