Það má nánast segja að möguleikarnir á loka stöðu mótsins í ár geti verið óendanleg þegar 3 umferðir eru eftir af deildinni. Sex lið eiga öll möguleika á því að taka deildarmeistaratitilinn en geta svo á hinn bóginn hæglega endað í 6. sæti deildarinnar. KR liðið stendur best að vígi sem stendur, en eiga erfitt prógram framundan.
Hér að neðan er hægt að sjá alla þá leiki sem liðin eiga eftir og fyrir aftan má sjá hvernig fyrri leikur liðanna í deildinni fór ( plús eða mínus tákna sigur eða tap) Einnig er þarna með stigafjöldi sem lið hefur í deildinni eins og stendur.

Ef rýnt er í þetta þá eiga samkvæmt fyrri umferðinni, Grindvíkingar "auðveldasta" prógrammið eftir. Snæfell og KR eiga bara leiki eftir gegn topp 6 liðunum og teljast því til þeirra lið sem eiga "erfiðasta" prógrammið eftir.
Ef við tökum tvær niðurstöður og setjum þetta upp þannig að öll úrslit sem eftir eru fara annars vegar alveg eins og í fyrri umferðinni og svo á hinn bóginn, öfugt við fyrri umferðina.
Sömu úrslit og fyrri umferð:
KR 38
KR 38
Grindavík 34
Stjarnan 32
Njarðvík 32
Keflavík 30
Snæfell 28
Öfug úrslit frá fyrir umferð:
KR 34
Keflavík 32
Snæfell 30
Njarðvík 30
Grindavík 28
Stjarnan 26
Engan veginn er hægt að setja upp lokastöðu þar sem úrslit næstu leikja færu "eftir bókinni" því í þetta skiptið er það einu sinni þannig að það er ekkert til sem heitir "eftir bókinni"



