spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Veisla í kvöld!

Leikir dagsins: Veisla í kvöld!

 
Það vantar ekki fjörið í körfuboltanum í kvöld og ber þar hæst að 20. umferð í Iceland Express deild karla lýkur með þremur þungavigtarleikjum. Allir hefjast leikirnir kl. 19:15.
Leikir kvöldsin í IEX karla:
 
Snæfell-Grindavík
Stjarnan-KR
Fjölnir-ÍR
 
Toppslagur í Hólminum í kvöld þegar Grindvíkingar koma í heimsókn en gulir sitja í 4. sæti deildarinnar með 28 stig og þar strax á eftir í 5. sæti með 26 stig koma Subwaybikarmeistarar Snæfells. Þetta verður forvitnilegur slagur í kvöld þar sem liðin mættust síðast í Laugardalshöll í sjálfum bikarúrslitum og niðurstaða þess leiks er Grindvíkingum og Hólmurum væntanlega í fersku minni. Grindvíkinga bíður ærinn starfi því Snæfell hefur unnið síðustu sjö heimaleiki sína í deildinni. Að sama skapi hefur Grindavík unnið síðustu fjóra útileiki sína í röð.
(Þessi leikur er á www.lengjan.is )
 
Topplið KR mætir í Ásgarð í kvöld en KR hefur 32 stig á toppi deildarinnar en Stjarnan er með 26 stig í 6. sætinu. Síðast þegar liðin mættust í deildinni hafði Stjarnan 73-78 útisigur og því þurfa KR-ingar 6 stiga sigur í kvöld eða meira til þess að ná innbyrðisviðureigninni því Stjarnan getur enn jafnað KR að stigum ef KR tapar næstu 3 leikjum sínum og Stjarnan vinnur næstu 3.
(Þessi leikur er á www.lengjan.is )
 
Fjölnir fær svo ÍR í heimsókn í Dalhús í kvöld en þessi lið eru jöfn að stigum með 12 stig í 9.-10. sæti deildarinnar. Bæði geta þau fallið, setið eftir eða komist í úrslitakeppnina. ÍR vann fyrri leik liðanna 84-73 svo Fjölnismenn þurfa 12 stiga sigur í kvöld ef þeir ætla sér að hafa betur innbyrðis gegn ÍR.
 
Heil umferð fer svo fram í 1. deild karla í kvöld:
 
18:00: Höttur-Þór Þorlákshöfn
19:15: Skallagrímur-ÍA
19:15: Haukar-Hrunamenn
19:15: Valur-Þór Akureyri
19:15: KFÍ-Ármann
 
KFÍ fær í kvöld afhentan deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla þegar Ármenningar koma í heimsókn. KFÍ tryggði sér fyrir nokkru sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en í kvöld ræðst það hvernig endanlega mun raðast í úrslitakeppnina.
 
Þau lið sem skipa úrslitakeppnina í 1. deild karla:
 
Haukar, Valur, Skallagrímur, Þór Þorlákshöfn
 
Haukar eru öruggir í 2. sæti deildarinnar með 26 stig en Valur, Skallagrímur og Þór Þorlákshöfn hafa öll 22 stig og því ekki hægt að segja fyrr en að loknum leikjum í kvöld hvernig endanleg röðun í úrslitakeppninni verður.
 
Fréttir
- Auglýsing -