Gulir og glaðir leggja land undir fót í dag og halda vestur í Stykkishólm þegar Subwaybikarmeistarar Snæfells taka á móti Grindavík í Iceland Express deild karla. Það verður ekki bara búningataskan með í för heldur ætla Grindvíkingar að gera upp snúrurnar og fara með útsendingargræjurnar í Hólminn!
Grindavík TV hefur skotið rótum þessa leiktíðina og sýnt fjölda leikja úr Röstinni í vetur en nú verða þeir í Stykkishólmi í kvöld þegar Snæfell og Grindavík mætast í stórslag.
Áhugasömum um viðureign Snæfells og Grindavíkur í kvöld er því bent á heimasíðu þeirra Grindvíkinga, www.umfg.is en þar verður hægt að nálgast útsendingu leiksins sem hefst kl. 19:15.



