spot_img
HomeFréttirYngvi Gunnlaugsson: Valur á sama stað og þeir hafa verið undanfarin 6...

Yngvi Gunnlaugsson: Valur á sama stað og þeir hafa verið undanfarin 6 ár

Yngvi Páll, Þjálfari Valsmanna var nokkuð sáttur með leik sinna manna þegar þeir unnu Þór frá Akureyri 90-85 í seinasta leik 1. deildarinnar fyrir úrslitakeppni.
Valsmenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum og vildi Yngvi meina að það væri af hinu góða. ,,Já sem betur fer þurftum við að hafa mikið fyrir þessu. Þórsararnir hafa bara sýnt það, þeir hafa kannski verið óheppnir en þeir hafa verið í jöfnum leikjum. Óðinn var bara stórkostlegur. En við vorum líka virkilega seigir og jafnvel þegar við lentum undir í fjórða þá var enginn bilbugur á okkur. Komum til baka og kláruðum leikinn flott.”
 
Næst á dagskrá fyrir Valsmenn er úrslitakeppnin um hvaða lið fylgir KFÍ uppí Iceland Express deildina. Eftir leiki kvöldsins er það ljóst að Valsmenn mæta Skallagrím. ,,Ég held að þetta hafi verið mjög góður leikur fyrir okkur fyrir úrslitakeppnina þar sem við gerum ráð fyrir að leikirnir verði jafnir. Við höfum tapaðan núna tveimur jöfnum leikjum í röð. Unnum aðeins í vörninni hjá okkur, maður á mann, og menn komu virkilega ákveðnir til leiks. Ég vill hrósa Þórs liðinu, þetta var virkilega gott hjá báðum liðum.”
 
Valsmenn hafa komist í úrslitakeppnina um sæti í deild þeirra bestu seinustu 6 ár en ekki farið upp. Það má því segja að sagan sé ekki á bandi valsmanna. ,,Úrslitakeppnin leggst mjög vel í mig,” sagði Yngvi. ,,Núna er Valur á sama stað og þeir hafa verið undanfarin 6 ár. Höfum engu að tapa og það eru nýjir strákar í liðinu sem þekkja ekki forsöguna. Það er bara gleði og hamingja. Þetta eru leikirnir sem við viljum spila.”
 
Þú heldur að sagan eigi ekkert eftir að hafa áhrif á þessa stráka? ,,Nei hún á ekkert að gera það. Ég held að þeir séu ekkert að hugsa um það, þeir eru bara að hugsa um næsta leik. Þetta eru hungraðir strákar.”
 
Það var ekki ljóst þegar viðtalið var tekið hverjir yrðu mótherjar Vals í úrslitakeppninni en Yngvi vildi ekki meina að hann ætti neina óskamótherja. ,,Nei við höfum unnið alla og tapað fyrir öllum. Ég er bara virkilega ánægður með að við náðum einu af markmiðum okkar sem var að vera í topp þremur. Við þurftum að hafa fyrir því en það tókst.”
 
Gísli Ólafsson
 
Fréttir
- Auglýsing -