spot_img
HomeFréttirJovan: Dýr lexía!

Jovan: Dýr lexía!

 
Jovan Zdravevski gerði 22 stig og tók 10 fráköst fyrir Stjörnuna í kvöld þegar Garðbæingar máttu sætta sig við súrt 87-88 tap gegn KR í Iceland Express deild karla eftir að hafa leitt með 20 stiga mun fyrir fjórða leikhluta. Karfan.is ræddi við Jovan eftir viðureign liðanna en hann skrifaði ósigurinn á einbeitingarleysi Stjörnunnar.
,,Ég tel að sumir okkar hafi bara verið þreyttir á lokakafla leiksins, það eru menn hjá okkur sem spila mikið og þannig hefur það verið í vetur og það gæti hafa spilað inn í að okkur tókst ekki að klára þennan leik eins og við áttum að gera. KR herti vörnina hjá sér í seinni hálfleik og í stað þess að við gerðum það sama þá gáfum við eftir og fórum ekki sterkt að körfunni,“ sagði Jovan en hafði þetta eitthvað með reynslu að gera?
 
,,Ekki endilega, menn urðu þreyttir og skortur á einbeitingu á lokasprettinum varð okkur að falli,“ sagði Jovan sem dregur lærdóm af tapi kvöldsins.
 
,,Þetta var mjög dýr lexía og ég vona að við lærum mikið af þessu og komum með það að veganesti inni í næstu leiki, við verðum að spila í 40 mínútur en ekki 30,“ sagði Jovan súr í broti enda ekki á hverjum degi sem menn kasta frá sér 20 stiga forskoti á örskotsstundu.
 
Fréttir
- Auglýsing -