Skallagrímur og ÍA mættust í 1. deild karla í gærkvöldi þar sem Sigríður Leifsdóttir skellti sér í Fjósið með myndavélina að vopni. Heimamenn úr Borgarnesi höfðu betur í Vesturlandsslag 1. deildar 97-84.
Hjá Skallagrím var Silver Laku með 37 stig og ekki langt undan með 34 stig var Konrad Tota. Hjá ÍA voru Ómar Örn Helgason og Hörður Nikulásson báðir með 15 stig en sex leikmenn ÍA gerðu 10 stig eða meira í leiknum.
Skallagrímur lauk deildarkeppninni í 4. sæti deildarinnar og mæta Val í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þar sem Valur hefur heimavallarréttinn. Skagamenn féllu um deild en þeir komu upp sem nýliðar og unnu fjóra leiki í vetur og höfnuðu í 9. sæti með 8 stig.



