spot_img
HomeFréttirBenedikt: Ekki hollt að vinna svona stórt í úrslitakeppninni

Benedikt: Ekki hollt að vinna svona stórt í úrslitakeppninni

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu til stórsigurs gegn Haukum í DHL-höllinni fyrr í kvöld. KR liðið spilaði ótrúlega sterka vörn og unnu fyrsta og fjórða leikhluta samanlagt 53-11.
Benedikt var ekki frá því að þetta hefði verið stærri sigur en menn hefðu mátt búast við í dag. ,,Eginlega allt of stór, það er ekki hollt að vinna svona stórt í úrslitakeppninni.”
 
Það verður þá að lesa vel yfir stelpunum fyrir næsta leik? ,,Já þetta gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum og stöðunni á liðunum gagnvart hvort öðru. Við komum þeim smá á óvart með því að pressa svona fullan völl. Það lagði grunninn að restina af leiknum. Þær gerðu alveg hörku áhlaup og sýndu hversu góðar þær eru. Þú lítur ekkert af Ezell og þessum stelpum.”
 
Guðrún Gróa átti stórkostlegan leik í kvöld og hélt Heather Ezell nánast stigalausri þegar hún var inná og Benedikt var gríðarlega ánægður með hennar framlag. ,,Guðrún var ekki á henni í einhverjar tvær mínútur og hún skorar einhver 10 eða 12 stig. Gróa er bara besti varnarmaður sem maður hefur nokkurn tíman haft. Maður hefur verið lánssamur að hafa marga sem hafa verið að standa sig vel, annað hvort hérna heima eða erlendis. Þetta er bara alveg Unique varnarmaður. Hún gæti tekið hvaða mann sem er í karlaboltanum.”
 
Gísli Ólafsson
Fréttir
- Auglýsing -