spot_img
HomeFréttirCavs unnu Celtics

Cavs unnu Celtics

Cleveland Cavaliers festu sig enn betur í sessi sem besta lið Austurdeildar NBA þegar þeir lögðu Boston Celtics að velli í nótt, 104-93. Cavs voru með leikinn í höndum sér nær allan tímann, en Celtics börðu vasklega frá sér um miðbik seinni hálfleiks áður en LeBron James gerði út um leikinn með góðri rispu.
Cavs eru enn með besta vinningshlutfallið í Austurdeildinni sem og allri NBA og eru með öruggt forskot á Orlando, Boston og Atlanta.
 
Í öðrum leikjum næturinnar unnu Milwaukee Bucks enn einn leikinn, nú gegn Indiana Pacers, 98-94, og Miami vann Philadelphia.
 
Loks unnu Phoenix Suns öruggan sigur á New Orleans Hornets þar sem Steve Nash lék sinn 1000. leik á ferlinum.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video:
 
Indiana 94 Milwaukee 98
Boston 93 Cleveland 104
Philadelphia 91 Miami 104
Charlotte 96 Orlando 89
Utah 111 Oklahoma City 119
Toronto 98 Portland 109
New Orleans 106 Phoenix 120
Minnesota 100 Sacramento 114
 
 
Fréttir
- Auglýsing -