spot_img
HomeFréttirVill að Njarðvíkingar fái brosmynd af Nonna Mæju á náttborðið

Vill að Njarðvíkingar fái brosmynd af Nonna Mæju á náttborðið

 
Jóhannes Albert Kristbjörnsson hefur undanfarið ritað pistla á heimasíðu Njarðvíkur en þar gerði hann garðinn frægan sem leikmaður áður en hann tók upp pennann. Í nýjasta pistli Jóhannesar berst talið að Jóni Ólafi Jónssyni, eða Nonna Mæju, sem grýtti 25 stigum yfir Njarðvíkinga í gær.
Í pistlinum tíundar Jóhannes vandræði Njarðvíkinga og ósigurinn gegn Hólmurum í gærkvöldi og hvetur Sigurð Ingimundarson þjálfara til þess að afhenda leikmönnum sínum brosmynd af Nonna Mæju til að hafa á náttborði sínu.
 
 
Ljósmynd/ Verður þetta myndin af skyttunni örvhentu sem Njarðvíkingar fá á náttborðið?
Fréttir
- Auglýsing -