Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild karla í kvöld en það voru lokaleikir 21. umferðar. Stórleikur kvöldsins var án efa vestur í bæ þar sem KR tók á móti Keflavík. Með sigri hefðu KR-ingar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og allt stefndi í það en þeir léku frábærlega í fyrri hálfleik og leiddu með 17 stigum í hálfleik. En í þeim seinni náði Keflavík að vinna upp muninn og vinna 92-100.
Á Sauðárkróki var afar mikilvægur leikur þegar Tindastóll og ÍR mættust en bæði þessi lið eru að keppa um sæti í úrslitakeppninni. Eftir jafnan og spennandi leik höfðu heimamenn að lokum sigur 94-90.
Í Grindavík var aldrei spenna þegar heimamenn unnu FSu 106-66.
Meira seinna …



