Í níunda sinn á tíu árum hefur TCU orðið fyrir valinu að leika í úrslitum bandarísku háskóladeildarinnar í körfubolta. Eftir ósigur í undanúrslitum Mountain West deildarinnar á dögunum var útlitið dökkt hjá Helenu Sverrisdóttur og liðsfélögum í TCU. Fyrr í kvöld komst það þó á hreint að TCU hlaut náð fyrir augum sérstakrar valnefndar og mun liðið því leika í fyrstu og annarri umferð úrslitakeppninnar.
Á laugardag mun TCU mæta Dayton skólanum í fyrstu umferðinni í Knoxville í Tennessee. Leikurinn verður í beinni útsendingu á bandarísku sjónvarpsstöðinni ESPN2.
Dayton skólinn, rétt eins og TCU, kemst inn í úrslitakeppnina fyrir náðaraugu valnefndarinnar. Sannarlega gleðitíðindi fyrir Helenu og félaga í TCU sem fá nú að spreyta sig á stóra sviðinu.
Það ræðst svo eftir fyrri leikinn hvort TCU mætir Tennessee skólanum eða Austin Peay.



