spot_img
HomeFréttirBoston vann Detroit - Lakers lögðu Golden State

Boston vann Detroit – Lakers lögðu Golden State

Boston Celtics hristu af sér slen síðustu leikja með sannfærandi sigri á Detroit Pistons í nótt, 119-93. Celtics voru hér um bil búnir að klára leikinn í hálfleik og fengu því margir að spreyta sig, allir komust á blað og tíu leikmenn skoruðu átta stig eða meira í leiknum.
 
Á meðan lögðu meistarar LA Lakers Golden State Warriors að velli, 121-124, og Houston Rockets lögðu Denver Nuggets í miklum spennuleik, 125-123, þrátt fyrir stórleik Carmelo Anthony sem skoraði 45 stig, en klikkaði á 3ja stiga skoti um leið og lokaflautið gall.
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video:
 
Philadelphia 84 New York 94
Boston 119 Detroit 93
Houston 125 Denver 123
Utah 112 Washington 89
Golden State 121 LA Lakers 124
LA Clippers 100 New Orleans 108

 
Fréttir
- Auglýsing -