spot_img
HomeFréttirBorce Ilievski ekki með KFÍ áfram

Borce Ilievski ekki með KFÍ áfram

Á heimasíðu KFÍ var tilkynnt nú fyrir stundu að samkomulag hafi náðst milli KFÍ og Borce Ilievski um að framlengja ekki samning á milli aðila en Borce hefur þjálfað liðið síðustu fjögur ár og kom þeim á dögunum upp í Iceland Express deildina.
Þegar karfan.is heyrði í Borce og spurði hver ástæðan væri sagði hann að hann og félagið hafi ekki verið sammála um framtíðarplön félagsins og því hafi verið best að slíta samstarfinu.
 
Varðandi framtíðina sagði Borce að hann væri nú að undirbúa körfuboltabúðir sem verða á Ísafirði í sumar þar sem m.a. unglingalandsliðsþjálfari frá Spáni mætir. Borce sagði að það væri hans trú að þetta væru flottustu æfingabúðirnar sem haldnar hafa verið á Íslandi, fjórir frábærir þjálfarar sem halda átta fyrirlestra fyrir þjálfara og þrjár æfingar á dag með krökkum og því á hann von á mörgum þjálfurum og krökkum í búðirnar.
 
Að öðru leiti sagðist hann vera að slaka á, greina leiki vetrarins og bíður bara eftir símtali frá einhverju félagi.
 
 
Mynd: Hjalti Vignis
 
Fréttir
- Auglýsing -