Í kvöld mætast deildarmeistarar KR og Haukar í sínum öðrum leik í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Leikurinn fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst stundvíslega kl. 19:15.
KR hafði öruggan sigur í fyrstu viðureign liðanna, 78-47, þar sem KR leiddi 24-4 eftir fyrsta leikhluta. Subwaybikarmeistararnir eiga því ærinn starfa fyrir höndum í kvöld.



