spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Komið að úrslitastund

Leikir kvöldsins: Komið að úrslitastund

 
Síðasta umferðin í Iceland Express deild karla fer fram í kvöld og hefjast allir sex leikirnir á slaginu 19:15. Allir verða þeir í beinni tölfræðilýsingu hjá KKÍ og þrír í beinni netútsendingu. Í kvöld ræðst það svo hvort KR eða Grindavík verði deildarmeistari. KR leikur í Hólminum og Grindavík í Seljaskóla. 
Leikir kvöldsins í IEX deild karla:
 
Snæfell-KR
ÍR-Grindavík
Fjölnir-Tindastóll
Keflavík-Hamar
FSu-Njarðvík
Stjarnan-Breiðablik
 
Viðureign Snæfells og KR verður í beinni netúsendingu hjá www.sporttv.is en takist KR að knýja fram sigur verða þeir deildarmeistarar. Leikur ÍR og Grindavíkur fer fram í Seljaskóla og verður í beinni netútsendingu á www.umfg.is og takist Grindavík að vinna leikinn og KR tapar í Hólminum verður Grindavík deildarmeistari. Þá verður viðureign Fjölnis og Tindastóls í beinni netútsendingu hjá www.fjolnir.is og bæði lið á höttunum eftir sigri þar sem úrslitakeppnin er að veði.
 
Rúnar Birgir Gíslason fréttastjóri Karfan.is tíundaði möguleikana á lokastöðu deildarinnar í grein á síðunni fyrr í þessari viku og hana má nálgast hér.
 
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ skýrði frá því í samtali við Karfan.is hvernig sambandið leysti vandann um möguleikann á verðlaunaafhendingum á tveimur stöðum, þ.e. í Stykkishólmi eða í Seljaskóla – sjá hér.
 
Fyrir umferðina er vitað að FSu og Breiðablik eru fallin en andstæðingar þeirra í kvöld, Njarðvík og Stjarnan munu ekkert gefa eftir enda stigin tvö mikilvæg í lokaröðun deildarinnar.
 
Það er því í mörg horn að líta í kvöld og ætti enginn að vera svikinn af þeirri veislu sem er á boðstólunum.
 
Fréttir
- Auglýsing -