spot_img
HomeFréttirGunnar setur met með 751 leik

Gunnar setur met með 751 leik

 Gunnar Einarsson harðjaxl úr Keflavík setti í gær leikjamet með Meistaraflokki karla í Keflavík þegar hann lék sinn 751. leik fyrir félagið. Fyrra metið átti þjálfari liðsins Guðjón Skúlason. Gunnar hefur alla sína tíð leikið með Keflavík og hefur í raun aldrei neitt annað komið til greina hjá kappanum. 
 Gunnar spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik þegar hann var 16 ára gamall og skoraði 2 stig í þeim leik. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og titlar hafa streymt í hús hjá Keflvíkingum. Gunnar vildi halda uppá daginn með því að ná troðslu í leiknum í gær og ræðir um það í viðtali á Karfan TV. 
Fréttir
- Auglýsing -