spot_img
HomeFréttirSterkur endasprettur hjá Stólunum

Sterkur endasprettur hjá Stólunum

 
Fjölnir situr eftir í Iceland Express deild karla þetta tímabilið ásamt Hamri en bæði liðin töpuðu sínum leikjum í síðustu umferðinni í gærkvöldi. Fjölnismenn tóku á móti Tindastól í Dalhúsum og máttu þola 83-86 ósigur á heimavelli. Donatas Visockis var stigahæstur í liði gestanna með 22 stig og 14 fráköst en í liði Fjölnis var Christopher Smith með 21 stig og 11 fráköst.
 
 
Leikurinn byrjaði af fullum kraft hjá báðum liðum og búist var við hörkuspennandi leik sem hann varð. Fyrsti leikhluti var jafn í alla staði enda mátti ekki mikið við mistökum og voru menn því svoldið hægir um sig í fyrstu en Fjölnismenn náðu smá forskoti í enda leikhlutans og skoraði Arnþór 5 síðustu stigin í honum og endaði hann 18 – 14 fyrir Fjölni.
 
Í öðrum leikhluta var ekkert gefið eftir og sýndu Fjölnismenn góða keyrslu og var stigaskorið 31 – 18 eftir 3 mín leik og virtist allt ganga upp og hélst þessi munur út allan leikhlutann sem endað i 43 -35. Tindastóll mætti hinsvegar sterkari til leiks eftir hálfleik og var staðan jöfn 61 -61 þegar 3 mín voru eftir af þriðja leikhluta, en Tindastólsmenn skoruðu fjórar þriggjasstiga körfur í röð 0 – 12 syrpa þarna hjá þeim sem kom þeim inn í leikinn á ný og var spennan svakaleg í húsinu, sá leikhluti endaði Fjölni í vil 65 – 62.
 
Fjórði leikhluti fór þannig að Tindastóll var að elta allann tíman og virtust Fjölnismenn hafa yfirhöndina á leiknum þar til 2 mín voru eftir af leiknum, þá komst Tindastóll yfir 81 – 82. Fjölnir klikkaði á einni sókn í restina sem varð til þess að Tindasóll skoraði og var staðan 81 – 84, og Fjölnir tekur leikhlé, Bárður leggur línurnar og úr verður að Ægir nær að keyra í gegn og skorar 83 – 84, í innkastinu brýtur Ægir á Isom og hann fer á vítalínuna og hittir úr báðum vítum staðan orðin 83 – 86, Fjölnir tók leikhlé og var það Christopher Smith sem átti að taka loka skotið sem var þriggjastiga úr horninu en það rataði ekki ofaní og fór því Tindastóll heim með sigur og munu þeir mæta Keflavík í úrslitakeppnini sem hefst í næstu viku.
 
 
Umfjöllun: Karl West Karlsson
Ljósmynd/ Úr safni: Isom og félagar mæta Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Fréttir
- Auglýsing -