spot_img
HomeFréttirKannski kem ég hingað aftur

Kannski kem ég hingað aftur

 
Karfan.is tók Chris Caird, hinn stórefnilega enska strák í liði FSu tali eftir leikinn gegn Njarðvík, sem jafnframt var síðasti leikur FSu í efstu deild í bili, og síðasti leikur hans hér á landi, a.m.k. í bili! Þetta er þriðja árið sem Chris er á Selfossi og æfir í körfuboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hann hefur tekið undraverðum framförum á þeim tíma og er nú þegar orðinn góður leikmaður á íslenskan mælikvarða, bæði stór og sterkur, fljótur í skrefinu og með gott skot.
„Þetta er búið að vera erfitt tímabil. Liðinu gekk ekki eins vel í vetur og ég hafði vonað. Það er erfitt að tapa svona leik eftir leik. En þetta fór svona og þá er ekkert annað en að læra af þessari reynslu og nýta sér hana í framtíðinni, sagði Chris þegar hann var spurður um veturinn. En hvaða væntingar hafði hann þá fyrir tímabilið? „Ég var mjög spenntur. Ég hélt að við yrðum með ágætt lið. Það var talað um að við fengjum góðan bandarískum leikmann og svo ítalskan strák, sem átti að vera góður. Þetta brást og það var verið að reyna að púsla liðinu saman löngu eftir að tímabilið var byrjað“.
 
Aðspurður um hvað tæki við hjá honum núna svaraði Chris: „Ég fer heim núna en næsta vetur verð ég í háskóla í Bandaríkjunum. Ég er núna með tilboð frá nokkrum skólum að velja úr og er mjög spenntur. Þetta eru góðir skólar. Svo er í bígerð að fara í sterkar æfingabúðir í Grikklandi í sumar.“ En ætlar Chris að leggja körfubolta fyrir sig í framtíðinni? „Já, það ætla ég aða gera. Kannski kem ég aftur hingað að spila þegar ég er búinn með skólann í Bandaríkjunum?“, sagði Chris að lokum.
 
Gylfi Þorkelsson
Fréttir
- Auglýsing -