spot_img
HomeFréttirKR í úrslit og Keflavík í bílstjórasætið

KR í úrslit og Keflavík í bílstjórasætið

 
Deildarmeistarar KR tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express deildar kvenna með 63-61 sigri á Haukum og 3-0 sigur í einvíginu. Keflavík komst í 2-1 gegn Hamri með 101-103 sigri í Hveragerði og verður næsta viðureign liðanna í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ þar sem Keflavík getur með sigri komist í úrslit.
Margrét Kara Sturludóttir gerði 15 stig í liði KR í kvöld en í liði Hauka var Kiki Jean Lund einnig með 15 stig.
 
Framlengja varð í Hveragerði þar sem Keflavík fór með sigur af hólmi. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 88-88 en þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum setti Kristi Smith niður þriggja stiga körfu fyrir Keflavík og breytti stöðunni í 101-103. Koren Schram brenndi af skoti í teignum í næstu Hamarsókn og því fagnaði Keflavík sigri.
 
Kristi Smith gerði 26 stig í leiknum fyrir Keflavík og þar á eftir var Birna Valgarðsdóttir með 25 stig. Julia Demirer gerði 39 stig fyrir Hamar og tók 13 fráköst og Koren Schram var með 14 stig.
 
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -