Keflavíkurstúlkur gerðu góða ferð í blómabæinn og sigruðu Hamar 101-103 eftir framlengdan leik og eru því komnar í ökumannssætið í einvíginu 2-1 og næsti leikur verður í Toyota höllinni í Keflavík næstkomandi sunnudag þar sem Keflvíkingar geta tryggt sér farmiðann í úrslitinarimmuna gegn KR, en Hamarssigur myndi þýða oddaleik í Hveragerði eftir helgina.
Strax í upphafi leiksins var hálfgerð reikistefna þar sem Julia greip boltann eftir uppkastið en boltinn var dæmdur af henni og ekki var ljóst hvort Keflavík hefði þá unnið uppkastið, en niðurstaðan var að Hamar hefði unnið uppkastið, en Julia stigið aftur fyrir miðju og því ætti Keflavík boltann strax í upphafi og Keflavík ætti einnig næsta bolta samkvæmt víxlreglunni. Gestirnir þökkuðu kærlega fyrir þessa byrjun og Marín opnaði leikinn með þrist og Birna skellti síðan and-1 og gestirnir komnir 6-0 yfir og Hamar komið með 3 tapaða bolta á fyrstu mínútunni. Heimastelpur náðu að jafna í 6-6 og eftir það var fyrsti leikhlutinn gjörsamlega í járnum og staðan 20-19 þegar Svava brýtur á Koren í þriggjastiga skoti þegar 6 sekúndur voru eftir fjórðungnum. Hún setti öll þrjú vítin en síðan fékk Kristi Smith að skeiða upp völlinn og komast í lay-up á þessum sex sekúndum sem eftir voru og setti lay-upið ofan í og fékk villu að auki, sem hún nýtti og staðan 23-22 eftir fyrsta leikhlutann og Ágúst Björgvinsson alveg æfur yfir lélegum varnarleik sinna stelpna.
Keflvíkingarnir byrjuðu annan leikhlutann af krafti og skoruðu 9-2 og staðan 25-33 og lítið að gerast hjá Hamri. Liðið skiptust þá á stigum út leikhlutann en staðan í háfleik var 45-52.
Ágúst messaði duglega yfir sínum stelpum í hálfleiknum og komu Hamarsstúlkur einbeittar til leiks og náðu að vinna upp forskot gestanna og staðan jöfn 55-55 þegar fjórar mínútur voru liðnar af þriðja fjórðungnum, en þá sigu gestirnir aftur framúr og staðan 63-71 þegar fjórðungurinn var að klára en Fanney lagaði stöðuna 66-71 með góðum þrist áður en þriðji leikhlutinn kláraðist.
Fjórði leikhlutinn var hörkuspennandi en Keflvíkingarnir höfðu frumkvæðið Guðbjörg Sverris jafnaði 80-80 með þrist þegar 3:20 voru eftir af leiknum eftir að Julia hafði átt góða and-1 sókn í sókninni á undan. Kristrún nældi sér í sína fimmtu villu í næstu sókn með broti á Pálinu sem setti bæði vítin ofaní. og staðan 80-82 þegar 3 mínútur voru eftir. Hamarsstúlkur virtust vera að missa einbeitinguna því tvær næstu sóknir klikkuðu hjá þeim auk þess sem Keflvíkingar náðu 3 sóknarfráköstum í næstu tveimur sóknum sem skiluðu þeim 2 stigum og staðan 80-84 þegar rúmlega ein og hálf mínúta var eftir. Rannveig braut á Koren í næstu sókn og Koren setti bæði vítin auk þess sem Íris stal boltanum af Bryndísi sem bar boltann upp fyrir gestina og skoraði hún úr opnu lay-upi og staðan jöfn 84-84 þegar mínúta var eftir. Bryndís bætti fyrir tapaða boltann sinn og setti niður stökkskot af millifæri í næstu sókn, en Julia setti tvö vítaskot ofan í og jafnaði aftur 86-86 en þá tók Keflavík copy-paste sókn og Bryndís skoraði aftur úr stökkskoti eftir stoðsendingu frá Kristi Smith, Ágúst ákvað að taka ekki leikhlé heldur lét sínar stelpur halda áfram og Koren keyrði á vörnina og setti niður lay-up og staðan aftur jöfn 88-88 þegar 16 sekúndur voru eftir af leiknum og Keflavík fengi tækifæri til að stela sigrinum. Birna átti lokaskotið fyrir utan þriggjastiga línuna en skotið geigaði, hún náði þó sóknarfrákastinu, en leikklukkan rann út á sama tíma og hún reyndi að troða sér í gegnum vörnina hjá Hamri og framlenging því niðurstaðan. Hjá Hamri var Kristrún komin útaf með 5 villur en bæði Julia og Koren voru með 4 villur á meðan Kristi, Birna og Rannveig voru með 4 villur hjá gestunum.
Fyrstu fjórar mínútur framlengingarinnar skiptust liðin á körfum og nánast jafnt á öllum tölu og staðan 99-99 þegar 30 sekúndur voru eftir, en þá klikkaði Guðbjörg á galopnum þrist í horninu og Kristi Smith tók varnarfrákastið, en Íris braut á henni og setti Kristi annað vítið yfir og kom Keflvíkingum yfir 99-100 þegar 27 sekúndur voru eftir og greinilegt að gestirnir myndu eiga síðustu sóknina. heimamenn komu boltanum inn í teiginn á Juliu sem sneri sér að körfunni og lagði niður lay-up og staðan 101-100 og 12 sekúndur eftir af leikklukkunni. Gestirnir geystust þá upp í sókn þar sem Kristi Smith ákvað að skella niður risastórum þristi og staðan því 101-103 fyrir Keflavík og rétt um 4,5 sekúndur eftir. Koren fékk þá boltann og skeiðaði upp völlinn og á vörnina en náði ekki að klára langt lay-upið og leika þar með eftir leik Kristi Smith frá lokum 2. leikhluta og því var Keflavíkursigur staðreynd 101-103.
Hjá Hamri var Julia Demirer allt í öllu með 39 stig, 13 fráköst og 2 varin skot, Koren Schram skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar, Kristrún skoraði 13 stig og gaf 7 stoðsendinar, Fanney Lind skoraði 12 stig og Sigrún var með 10 stig og 10 fráköst.
Hjá Keflavík var Kristi Smith stigahæst með 26 stig og 6 stoðsendingar, Birna skoraði 25 stig tók 12 fráköst og stal 3 boltum, Pálína skoraði 14 stig og gaf 6 stoðsendingar, Bryndís skoraði 12 stig og gaf 7 stoðsendingar og Marín skoraði 11 stig.
Texti og mynd: Sævar Logi Ólafsson



