spot_img
HomeFréttirGætu orðið breytingar fyrir næstu leiktíð

Gætu orðið breytingar fyrir næstu leiktíð

 
Formannafundur KKÍ fór fram í dag í Laugardal þar sem m.a. kom fram að tveggja milljón króna hagnaður var hjá sambandinu á árinu 2009. Karfan.is ræddi við Hanne S. Jónsson skömmu eftir fundinni en vitað var að keppnisfyrirkomulag í Iceland Express deildunum yrði eitt af stóru málunum á fundinum.
Hvernig tókst til með formannafundinn í dag?

Eins og alltaf þegar körfuboltafólk hittist þá er mjög gaman og er formannafundurinn enginn undantekning þar á þótt stundum sé verið að ræða alvarlega hluti en fundurinn tókst vel og gagnlegar umræður um hin ýmsu mál körfubboltans M.a. voru á fundinum samþykktir reikningar sambandsins fyrir árið 2009 en um 2milljóna króna hagnaður var á árinu en heildarskuldir sambandsins eru nú um 15 milljónir og stefnum við í stjórninni að því að ná þessu réttu meginn við núllið á næstu 2-3 árum. Fjárhagsáætlun ársins 2010 gerir ráð fyrir rúmum 7 mlljóna króna hagnaði en því miður þá eru þetta ekki sársaukalausar aðgerðir í fjármálunum þar sem við þurfum að draga verulega úr landsliðsliðsstarfinu til þess að ná þessu takmarki en við þurfum að koma sambandinu út úr þessum skuldum og við teljum að við séum á réttri braut í þeim efnum og vonandi verður þá hægt í nánustu framtíð að efla landsliðsmálin á nýjan leik og sambandið standi sterkari fótum eftir þessar aðgerðir okkar.
 
 
Nú var keppnisfyrirkomulagið í efstu deildum rætt á þessum fundi , hvað var ákveðið í þeim efnum?
Það var farið vel yfir sviðið í mótamálunum almennt en við í körfunni erum klárlega með eitt stærsta mótahald sérsambanda og mikið um að vera hjá okkur alla daga vikunnar frá október-apríl. En varðandi keppnisfyrirkomulagið í Iceland Expressdeildunum þá er mikill vilji fyrir því að fjölga leikjum en það þarf að skoða þetta frá hinum ýmsu sjónarhornum, einnig er verið að ræða fjölgun leikja í 1.d.karla. Það þarf kannski ekki að gera breytingar strax næsta vetur í öllum þessum þrem deildum en ég gæti trúað að það yrðu breytingar á leikjafjölda í Iceland Expressdeildunum. Fundurinn ákvað í dag að skoða þessi mál vel á næstu vikum og að hvert félag ræði þetta vel innan sinnan raða og svo munum við koma aftur saman til formannafundar 8.mai nk. þar sem endanlegar ákvarðanir verða teknar varðandi keppnisfyrirkomulagið í efstu deildunum á næsta tímabili.
 
Var eitthvað fleira rætt á fundinum?
Það var margt annað farið yfir m.a. kynnti Kolbeinn Pálsson formaður afmælisnefndar hugmyndir nefndarinnar hvernig 50ára afmæli sambandsins verði fagnað en á næsta ári 29.janúar 2011 verður KKÍ 50 ára , það eru margar góðar hugmyndir uppi hvernig við munum fagna þeim merka áfanga. Svo voru úrslitakeppnirnar ræddar, málefni yngri flokkanna og lokahófið sem fram fer 1.maí á Broadway og hvet ég alla körfuboltaáhugamenn að fjölmenna þar því lokahófið er árshátið okkar allra.
 
Fréttir
- Auglýsing -