spot_img
HomeFréttirHelena og TCU úr leik í fyrstu umferð

Helena og TCU úr leik í fyrstu umferð

 
Leiktíðinni er lokið hjá Helenu Sverrisdóttur og liðsfélögum hennar í TCU í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik. TCU mætti Dayton skólanum í 64 liða úrslitum NCAA deildarinnar í dag og máttu þola ósigur á lokasekúndu leiksins eftir að hafa leitt með 18 stigum þegar 13 mínútur voru til leiksloka.
Dayton skólinn gaf ekkert eftir og náðu að minnka muninn og svo fór á endanum að Brittany Wilson gerði sigurstigin í teignum og Dayton skólinn fagnaði sigrinum innilega en þetta var í fyrsta sinn sem liðið kemst í úrslitakeppnina. Lokatölur leiksins voru 67-66 Dayton í vil. Helena var stigahæst í liði TCU með 17 stig og 13 fráköst en með þessum frákastafjölda jafnaði Helena sitt persónulega met með TCU skólanum í fráköstum.
 
Þetta er annað árið í röð sem TCU fellur út í fyrstu umferð keppninnar gegn liði sem er að leika í fyrsta sinn í úrslitakeppni NCAA deildarinnar. Í fyrra var það gegn South Dakota og í ár gegn Dayton.
 
Fréttir
- Auglýsing -